Hættulegt að vera með mjó læri

Hættulegt að vera með mjó læri

Mælist læri undir 60 cm er hættan á að deyja snemma af völdum hjarta- og æðasjúkdóma meiri heldur en ef lærið er feitara.

Hættulegt að vera með mjó læriÞetta er niðurstaða rannsóknar danskra vísindamanna.

Vísindamennirnir, Berit Heitmann og Peder Frederiksen, hafa skoðað gögn um mælingar á lærum 1.436 karla og 1.380 kvenna sem gerðar voru í lok níunda áratugar síðustu aldar.
Næstu 12 árin létust yfir 400 þeirra sem þátt tóku í rannsókninni og 540 aðrir fengu hjarta- og æðasjúkdóma eða einhvers konar aðra hjartakvilla.

Þegar aðrir áhættuþættir, eins og reykingar og ofþyngd, eru undanskildir kom í ljós að þeir sem enn voru á lífi voru með talsvert feitari læri heldur en þeir sem létust eða voru veikir.
Sé læri mjórra en 46 cm er hættan á að deyja of snemma tvöfalt meiri, að því er greint er frá á vef danska ríkisútvarpsins.

Morgunblaðið föstudaginn 4. september 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *