Toyota og N1 styrkja SÍBS lestina

Toyota á Íslandi mun styrkja SÍBS með því að leggja til þrjá Toyota bíla í lestarferðina um Vestfirði og Norðurland vestra.

Þá ætlar N1 að leggja til bensín á þessar ágætu bifreiðar og býður ennfremur upp á hressingu fyrir lestarstjóra og farþega á N1 stöðvum á leiðinni.

SÍBS lestin þakkar þennan veglega stuðning, en þess má geta að í gær var undirritaður samningur milli SÍBS og N1 sem veitir félögum SÍBS verulegan afslátt á bensíni og rekstrarvörum bifreiða.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *