Heiðursmerkjaveiting Auður Ólafsdóttir

Auði þarf vart að kynna fyrir flestum sem hér eru. Hún hóf störf hjá HL- stöðinni í Reykjavík árið 1989 er stöðin var tekin í notkun þá sem yfirsjúkraþjálfari.

Auður sýndi strax mikinn áhuga á velferð hjartasjúklinga og tóka að sér ýmis stjórnarstörf.

 

Hún sat í stjórn Félags hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu í 16 ár. Hún situr í stjórn SÍBS fyrir landssamtökin og nýtur mikils trausts í því starfi.

 

Auður er bóngóð, hún hefur aldrei sagt nei við fjölmörgum verkefnum sem við höfum falast eftir að hún komi að.

 

Hún hefur verið ráðagóð í flóknum verkefnum er tengjast skipulagsbreytingum á starfsemi SÍBS.

 

Því er það mér mikill heiður að fá að afhenda Auði heiðursmerki samtakanna fyrir vel unnin störf fyrir Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *