Heiðursmerkjaveiting Unnur Sigtryggsdóttir

Unnur Sigtryggsdóttir útskrifaðist frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1967 og hóf störf á Landspítalanum sama ár.

 

Hún varð hjúkrunardeildarstjóri (eða deildarhjúkrunarkona eins og það hét þá) á hjartadeild Landspítalans árið 1974 og gegnir því starfi enn í dag.

 

Unnur hefur alla tíð borið hag hjartasjúklinga fyrir brjósti og unnið að velferð þeirra af miklum áhuga og einurð. Hjartadeildinni hefur hún stýrt farsællega og áunnið sér traust og virðingar sjúklinga og aðstandenda þeirra sem og samstarfsfólks.

 

Því var það ekki erfitt fyrir stjórn Hjartaheilla að veita Unni heiðursmerki samtakanna.

 

Unnur getur því miður ekki verið með okkur í dag, hún bað fyrir bestu kveður og þakklæti. Sonur hennar Sigtryggur Hilmarsson mun veita heiðursmerkinu viðtöku fyrir hönd móður sína. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *