Hjálpuðu til við að þróa ný hjartalínuritstæki og fengu tvö tæki í staðinn

hjartalinuritstaeki_210909 008-m

Hjartarannsókn 10E á Landspítala hefur tekið í notkun tvö ný hjartalínuritstæki sem eru gjöf frá Philips og umboðsaðilanum hér á landi, Vistor hf. Aðdragandinn var sá að starfsmenn hjartarannsóknar 10E og tæknideildar á Landspítala Hringbraut tóku þátt í notendaviðmótsprófum á nýjasta hjartalínuritstækinu frá Philips á vordögum 2009.

Philips taldi spítalann vel fallinn til slíkra prófana þar sem starfsfólk hjartarannsóknar hefði mikla reynslu og ástundaði stöðluð og fagleg vinnubrögð.  Prófanirnar gengu vel og starfsmennirnir voru ánægðir með tækin. Einnig voru þær athugasemdir sem starfsmennirnir komu með notaðar til að endurbæta hönnunina og höfðu þeir þannig bein áhrif á lokahönnun tækisins.

hjartalinuritstaeki_210909 008-mNú er nýja hjartalínuritstækið komið í sölu og fékk spítalinn tvö slík tæki að gjöf frá Philips fyrir þessa vinnu. Tækin voru formlega afhent mánudaginn 21. september 2009. Landspítali hafði þannig mikinn hag af samstarfi við leiðandi fyrirtæki á þessu sviði og að sama skapi voru starfsmenn Philips sérlega ánægðir með vinnubrögð og viðbrögð starfsfólksins.  Vistor hf hafði milligöngu með prófununum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *