Heilbrigðisráðuneyti: Útgjöldin 96,6 milljarðar

Fjárframlög til heilbrigðismála lækka á næsta ári um sjö komma sjö milljarða í samræmi við áform ríkisstjórnar um samdrátt í útgjöldum.

Heildarútgjöld heilbrigðisráðuneytis á næsta ári, 2010, eru áætluð um 96.6 milljarðar króna á rekstrargrunni. Frá dragast sértekjur að fjárhæð 5.310 milljónir króna, en þær nema 5,5% af heildargjöldum ráðuneytisins.

Samkvæmt frumvarpinu dragast útgjöld heilbrigðisráðuneytisins saman um 6.702 milljónir króna á verðlagi fjárlaga 2009. Útgjaldabreytingunum milli ára má skipta í þrjá þætti.
Í fyrsta lagi
verða gerðar ráðstafanir til að lækka útgjöld ráðuneytisins um 7.745 milljónir króna í samræmi við markmið sem ríkisstjórnin hefur sett í áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum á tímabilinu 2009 til 2013. Áhrif af aðgerðum sem gripið var til á seinni hluta þessa árs eru meðtalin í þeirri lækkun á ársgrundvelli, en þau eru áætluð um 880 m.kr.

Í öðru lagi er um að ræða útgjaldaskuldbindingar sem falla til á árinu 2010 og nema 1.356 milljónum króna. Í þriðja lagi falla niður tímabundin framlög til ýmissa verkefna sem nema 313 milljónum króna. Að viðbættum verðlagshækkunum ársins 2010, sem eru áætlaðar 3.470 milljónir króna lækkar útgjaldarammi heilbrigðisráðuneytisins um rúmlega 3.2 milljarða króna.

Mynd : Skipting áætlaðra útgjalda ráðuneytisins árið 2010 eftir helstu málefnaflokkum

Sjá nánar: Heilbrigðisráðuneytið í fjárlögum fyrir 2010 (pdf 165 KB)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *