Bóluefni gegn svínaflensu komið

boluefni

Bóluefni gegn svínaflensu kom til landsins í morgun og á að byrja að bólusetja heilbrigðisstarfsmenn í dag.

 

Þessi skammtur boluefniá að duga til að bólusetja þá en aðrir verða að bíða eftir að næstu skammtar af efninu berist til landsins á næstu dögum.

Þeim sem sýkjast af svínaflensu fjölgar ört en flensan breiðist hraðast út á höfuðborgarsvæðinu. Í gær lágu tæplega 20 á Landspítalanum með svínaflensu, þar af voru þrír á gjörgæslu.

 

frettir@ruv.is fimmtudaginn 15. október 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *