Ítreka tilmæli sín um heimsóknir til sjúklinga

borgaspitalinn23.okt2009

Farsóttanefnd Landspítalans ítrekar fyrri tilmæli sín til ættingja sjúklinga að þeir takmarki heimsóknir eins og kostur er vegna hættu á að þeir geti smitað sjúklinga sem eru á spítalanum vegna inflúensu.

 

borgaspitalinn23.okt2009Margar deildir hafa þegar takmarkað heimsóknir og er fólk vinsamlegast beðið að virða þær takmarkanir.

Það vekur athygli farsóttarnefndar hve hátt hlutfall sjúklinga sem þurfa að leggjast á sjúkrahús vegna inflúensu leggjast á gjörgæsludeildir.

 

Á hverjum tíma eru um 20% sjúklinga með inflúensu sem liggja á deildum Landspítala á gjörgæsludeild. Það er mun hærra en í árlegum inflúensufaraldri. Hins vegar er það í samræmi við reynslu annarra.

Vísir.is föstudaginn 23. október 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *