Corience

corience-logo

Kæru félagsmenn með meðfædda hjartagalla, aðstandendur, heilbrigðisstarfsfólk og allir sem hafa áhuga.

 

corience-logoFöstudaginn 30. október nk. kl. 15:30 verður kynning á http://www.corience.org/ . Heimasíða þessi hefur að geyma mikið magn upplýsinga um meðfædda hjartagalla hjá börnum og fullorðnum. Heimasíðan er afrakstur Evrópusamstarfs sem Neistinn á aðild að og er ætlað að veita upplýsingar og skapa tengsl milli foreldra, sjúklinga og fræðimanna. Fjallað er um nýjustu tækni, greiningu og meðferðarúrræði, auk annars er viðkemur meðfæddum hjartagöllum.

 

Peter Nordqvist frá Sænsku barnahjartasamtökunum og Marte Jystad frá Norsku barnahjartasamtökunum koma hér til lands til að kynna verkefnið. Þau hafa unnið að síðunni frá upphafi og að undanförnu ferðast milli Evrópulanda til að kynna hana. Undirtektir hafa verið mjög góðar, notkun síðunnar hefur aukist stórlega og almennt er álitið að hér sé um að ræða mjög gagnlegt framtak.

 

Kynningin tekur ekki nema 30-45 mínútur, en að því loknu gefst tækifæri til spurninga og umræðna.

 

Vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta á þennan stutta kynningarfund sem verður í Hringsal Barnaspítala Hringsins föstudaginn 30. okt. kl. 15:30.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *