Enginn lagður inn vegna svínaflensu seo32 Enginn hefur verið lagður inn á Landspítalann síðasta sólarhringinn vegna inflúensunnar H1N1, svínaflensu. Alls eru 28 inniliggjandi vegna flensunnar á Landspítala, þar af fjórir á gjörgæsludeild. Þrír hafa verið útskrifaðir frá því á hádegi í gær.