Íhuga að opna lágvöruverðsapótek

lyfogheilsaakranesi

Apóteki Lyfja og heilsu á Akranesi verður lokað í næstu viku. Að sögn Guðna B. Guðnasonar, framkvæmdastjóra Lyfja og heilsu er ekki lengur fjárhagslegur grundvöllur fyrir að halda apótekinu opnu. Er fyrirtækið að skoða möguleika á að opna lágvöruverðsapótek í bænum.

 

„Salalyfogheilsaakranesin hjá okkur hefur dottið það mikið niður, að hún er sennilega komin niður í 30% af því sem hún var,“ segir Guðni. Svo lítil sala réttlæti ekki kostnaðinn af því að halda apótekinu opnu með lyfjafræðingi og öðrum starfsmönnum sem þar eru.

 

„Það var komið í veg fyrir að við gætum keppt á vöruverði [við Apótek Vesturlands] og að okkar mati hefur það þýtt að við misstum þá markaðshlutdeild sem við höfðum.“

 

Vilja gera eina tilraun enn

Fyrirtækið hefur þó ekki misst áhugann á að starfrækja apótek á Akranesi. „Við höfum verið að skoða þann möguleika að opna  lágvöruverðsapótek á Akranesi.“ Það apótek yrði væntanlega undir merkjum Apótekarans, en þó nokkrum apótekum Lyfja og heilsu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið breytt í Apótekarann.

 

Guðni segir raunar þegar hafa verið lagða umsókn um stofnun nýs  apóteks til Lyfjastofnunar. Slík umsókn geti verið nokkrar vikur eða mánuði mánuði í vinnslu. „Við myndum vilja gera eina tilraun til viðbótar,“ segir hann. Nýja apótekið yrði þó ekki opnað í núverandi húsakynnum Lyfja og heilsu og það apótek því lagt  niður. „Við erum búin að vera að skoða húsnæði,“ segir Guðni sem vill þó ekki gefa upp að svo stöddu hvar nýja apótekið kunni að opna.

 

Morgunblaðið 25. nóvember 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *