Bráðadeild opnuð 24. mars 2010 í Fossvogi

Bráðadeild í Fossvogi verður opnuð 24. mars 2010 eða eftir tæpa 4 mánuði. Undirbúningur að opnun bráðadeildarinnar og hjartamiðstöðvar við Hringbraut er í fullum gangi. Húsnæðisbreytingar á G3 hófust í lok sumars og gönguvakt (minni háttar slys og veikindi) flyst á G3 þann 11. janúar 2010.

 

Framkvæmdir utanhúss hófust um miðjan nóvember, þ.e. bygging nýrrar móttöku fyrir bráðadeildina. Í janúar 2010 hefjast síðan framkvæmdir á G2 til að bæta rými fyrir bráðavakt. Bráðamóttöku við Hringbraut verður lokað 24. mars 2010 um leið og bráðadeild í Fossvogi telkur til starfa. Hjartamóttaka verður opnuð á 10D við Hringbraut nokkrum dögum síðar.

 

Fjölmargir starfsmenn spítalans, fulltrúar sjúklingasamtaka og starfsmenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins taka þátt í þeim 33 starfshópum, sem vinna að því að yfirfara verkferla tengda bráðamóttöku og endurskoða flæði sjúklinga, starfsmannamál, sjúkraflutninga og margt fleira. Fyrstu starfshóparnir hafa skilað inn tillögum sínum og verða þær birtar á vef spítalans:

Teikningar af G2 og G3 frá húsnæðishópi
Skýrsla starfshóps um blóð- og krabbameinslækningar
Skýrsla starfshóps um meltingarlækningar
Skýrsla starfshóps um hjartamiðstöð
Ferlar fyrir bráðavandamál á vegum æðaskurðlækninga.

Frétt af vef Landspítalans 30. nóvember 2009

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *