Niðurgreiðslur astmalyfja miðast við ódýrustu dagskammta

Frá og með áramótum miða Sjúkratryggingar Íslands endurgreiðslur við ódýrustu dagskammta astma- og ofnæmislyfja. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna öndunarfæralyfja í ATC flokkunum R03A (adrenvirk lyf til innúðunar) og R03B (önnur lyf til innúðunar gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi) breyttist þann 1. janúar 2010.

 

Frá og með áramótum miða Sjúkratryggingar Íslands endurgreiðslur við ódýrustu dagskammta astma- og ofnæmislyfja. Er breytingin í samræmi við þær breytingar sem gerðar voru í lyfjaflokkum á liðnu ári, þ.e. vegna PPI lyfja, blóðfitulækkandi lyfja, blóðþrýstingslyfja og beinþéttnilyfja.


Hagkvæmustu pakkningar astma- og ofnæmislyfja eru metnar út frá verði á ráðlögðum dagskammti í pakkningu og þær pakkningar sem innihalda dagskammta er víkja ekki meir en 290% frá ódýrasta dagskammti niðurgreiddar eins og áður.


Læknir getur sótt um lyfjaskírteini fyrir dýrari lyfjunum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum skv. vinnureglu. Fyrir sjúklinga sem nú þegar eru á meðferð með dýrari lyfjunum sem gengur vel og fyrirsjáanleg er áframhaldandi meðferð þá getur læknir sótt um lyfjaskírteini þar sem færð eru fagleg rök fyrir notkuninni. Ekki er gerð krafa um nýjar rannsóknir sem staðfestir astmagreininguna. Fullnægjandi er að tiltaka eldri rannsókn sem styður greininguna.


Til þess að sjúklingar sem nú þegar eru á dýrari lyfjunum fái nægan tíma til að kynna sér breytingarnar og ræða við sinn lækni verða lyfjaávísanir á lyf í ATC flokki R03A og R03B gefnar út fyrir 1. janúar 2010 með óbreyttri greiðsluþátttöku til 1. apríl 2010.


Reglugerð nr. 967/2009 um (4.) breytingu á reglugerð nr. 236/2009 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum.


Ef óskað er eftir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við starfsmenn lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands í síma 560 4450, eða með tölvupósti á netfangið lyfjadeild@sjukra.is


Frétt af vef heilbrigiðsráðuneytisins

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *