Var veitt hjartahnoð eftir hjartaáfall í ræktinni

293996a

Betur fór en á horfðist þegar karlmaður á besta aldri fékk hjartaáfall í líkamsræktarstöð World Class á Seltjarnarnesi sl. sunnudag.

 

293996aAð sögn Sonju Bergmann, hjúkrunarfræðings og framkvæmdastjóra stöðvarinnar á Seltjarnarnesi, var aðeins að finna veikan púls þegar komið var að manninum í teygjuherbergi stöðvarinnar. Þegar í stað var í kallkerfi stöðvarinnar og sundlaugar Seltjarnarness óskað eftir að læknar gæfu sig fram og urðu tveir læknar við því.

„Svæfingalæknir var einn af þeim fyrstu sem komu að manninum og hann, ásamt starfsfólki stöðvarinnar og sundlaugarinnar, hófst strax handa við að veita manninum fyrstu hjálp,“ segir Sonja og tekur fram að viðbrögðin hafi verið eins og best verður á kosið og algjörlega eftir bókinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *