Endurskipulagning lyfjamála hafin

Framkvæmd lyfjamála verður tekin til gagngerrar endurskoðunar á vegum heilbrigðisráðuneytisins.

 

Þetta er í samræmi við tillögu starfsnefndar um breytta skipan stjórnsýslu heilbrigðisráðuneytisins, sem skilaði skýrslu í janúar 2010 (pdf). Í skýrslunni var bent á að framkvæmd og stjórnsýsla lyfjamála væri á hendi heilbrigðisráðuneytisins og fjögurra stofnana þess. Er talið að í þessu felist augljóst óhagræði, sem einboðið sé að vinda ofan af. Hefur heilbrigðisráðherra því falið vinnuhópi að gera tillögur að því hvernig hrinda megi samþættingu á sviði lyfjamála í framkvæmd, með það fyrir augum að hýsa sameiginlega starfsemi í svokölluðu Lyfjahúsi.

Vinnuhópur um samþættingu í starfsemi stofnana sem fara með lyfjamál hér á landi.

 

Frétt af vef heilbrigðisráðuneytisins 11. mars 2010

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *