Dagsferð í Heiðmörk

Sunnudaginn 16. maí n.k. ætlar SÍBS að bjóða félagsmönnum allra aðildarfélaga sinna að koma í Heiðmörk og skoða SÍBS lundinn.

 

Áætlað er að hittast þar kl. 13:15 en þeir sem ekki sjá sér fært að koma á einkabíl geta fengið far frá Síðumúla 6. Mæting þar er kl.12.50. Lagt verður af stað kl.13.00.

Leiðin þangað er einföld. Beygt er inn afleggjarann að Rauðhólum og keyrt áfram þangað til þið sjáið blöðrur við vegin vinstra megin.

Skógræktarfélag Reykjavíkur ætlar að vera með kynningu, við gæðum okkur á nesti í boði SÍBS, sungið við harmonikkuleik og þeir sem vilja geta tekið þátt í að grisja og hreinsa til á svæðinu eða bara koma og njóta náttúrunnar og útiverunnar.

Gert er ráð fyrir heimferð kl.15.45. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 552-2150 eða á netfangið helgi@sibs.is fyrir lok mánudagsins 10. maí n.k.

Munið að allir eru velkomnir, fjölskyldur þeirra og allir velunnarar okkar. Komið og eigum glaðan dag saman.

Sumarkveðja,
Guðrún Bergmann Franzdóttir
Ásgeir Þór Árnason

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *