Ályktun frá stjórn Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga.

Á fundi stjórnar Hjartaheilla sem haldinn var í dag 11. maí 2010 er harmað það ástand sem er nú að skapast á Landspítala háskólasjúkrahúsi í biðlistamálum er varðar hjartaskurðlækningar.

Nú eru um 30 manns á biðlista og biðtími allt að 8 til 10 vikur.

 

Í ljósi þess góða árangurs sem náðst hefur í hjartalækningum á Íslandi undanfarin ár má EKKI slaka á í þessum efnum en stór þáttur í því góða átaki að eyða biðlistunum var átak Hjartaheilla og þjóðarinnar allrar að koma upp nýju hjartaþræðingartæki við spítalann.

 

Stjórn Hjartaheilla hvetur heilbrigðisráðherra og stjórnendur Landspítalans að beita öllum ráðum til að eyða þessum biðlista.

 

Ályktun þessi var send forstjóra Landspítalans og heilbrigðisráðherra bréflega 11. maí 2010.

 

F.h. stjórnar Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga

 

___________________________________________

Guðmundur Bjarnason formaður

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *