Hlaupið til styrktar Hjartaheill.

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fer fram laugardaginn 21. ágúst 2010 og að því tilefni langar okkur að minna á Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga. Heimasíða www.hjartaheill.is/old

 

Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983 og eru því á 27. aldursári en samtökin hafa staðið fyrir mörgum verkefnum til þjóðarheilla um allt land á þessum árum. „Er þar skemmst að minnast þjóðarátaksins, sem Hjartaheill stóð fyrir, um kaup á nýju hjartaþræðingartæki fyrir LSH“.

Því leitum við til ykkar um stuðning í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fer laugardaginn 21. ágúst n.k.

Með því að fara á slóðina http://hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/nanar/4892/hjartaheill-landssamtok-hjartasjuklinga er hægt að sjá þá sem þegar hafa skráð sig í hlaup fyrir Hjartaheill eða með því að fara á slóðina http://hlaupastyrkur.is/Upplysingar til að fá nánari upplýsingar um hlaupið.

Með hjartans kveðju,
Guðmundur Bjarnason, formaður
Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *