Aðalfundur Hjartaheilla Vestfjörðum

Aðalfundur Félags hjartasjúklinga, sem frestað var í vor, var haldinn á Hótel Ísafirði 5. september s.l.  Var nafni félagsins breytt í Hjartaheill Vestfjörðum og breytingar gerðar á lögum í samræmi við nafnabreytinguna.  Fræðsluerindi fluttu Jóna Björg Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari og Salóme Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur. 

 

Jóhann Kárason, er verið hefur formaður frá stofnun félagsins 4. nóvember 1990, lét af formensku.  Guðrún Bergmann Fransdóttir, skrifstofustjóri Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, færði honum blómvönd og kveðju og þakkir frá stjórn og starfsmönnum samtakanna, sem og kveðjur til félagsmanna. 

 

Stjórn Hjartaheilla á Vestfjörðum skipa nú; formaður: Jónína Eyja Þórðardóttir, Þórustöðum Önundarfirði, varaformaður: Pétur Sigurðsson Ísafirði, ritari: Jens Kristmannson Ísafirði, gjaldkeri: Jóhann Kárason Ísafirði, meðstjórnandi: Karen Ragnarsdóttir Ísafirði, varamenn í stjórn: Bragi Helgason Bolungarvík, Vilborg Bjarnadóttir Suðureyri og Karolína Guðrún Jónsdóttir Patreksfirði.  Endurskoðendur: Jóhannes G. Jónsson og Kristmann Kristmannsson, til vara Halldór Hermannsson.

 

Jóhann Kárason hafði tekið saman nokkra punkta úr sögu félagsins í 20 ár og fengu fundarmenn eintak til að taka með sér. 

 

Stjórn Neistans var með okkur á þessum fundi til að hitta sína félaga hér fyrir vestan og drukkum við saman kaffi í tilefni af 20 ára afmæli okkar félags. 

 

Hjartans kveðja,

Jóhann Kárason, fyrrverandi formaður

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *