
Hjartaheill landssamtök hjartasjúklinga fagna samstarfi við Knattspyrnusamband Íslands og aðildarfélaga þess.
Daganna 21. til 28. september n.k. verður landssöfnun í formi merkjasölu. Hjartaheill vonast eftir góðri þátttöku knattspyrnufélaga á landsvísu. Gengið verður hús í hús og merki seld til styrktar Hjartaheilla.
Ágóði af merkjasölunni verður notaður til eflingar styrkjarsjóðs Hjartaheilla til að geta stutt tækjakaup á spítalana og styrkt fjölskyldur hjartasjúklinga.
Merkið kostar 1.000 kr.
Hjartaheill mun kynna vel merkjasöluna ofangreinda daga með fréttum og auglýsingum á landsvísu. Aðalsöluhelgin verður 24. til 26. september n.k.
Hjartasjúkdómar eru langstærsti sjúkdómurinn á Íslandi í dag sem leggur fólk að velli á öllum aldri. Annar hver Íslendingur deyr úr hjarta-og æðasjúkdóm.
Hjartaheill mun veita þeim félögum sem eru söluhæst sérstök verðlaun eða „Hjartabikarinn“ fyrir hæstu sölutölur m.v. félagssvæði og ennfremur fyrir mest seldra merkja.
Hægt er að skrá þátttöku hjá KSÍ Ómar Smárason omar@ksi.is síma 510 2900.
Hjartaheill Sveinn Guðmundsson sveinn@jural.is sími 863 8090 og Guðrún Bergmann Franzdóttir sími 552 5744 gudrun@hjartaheill.is/old
Með hjartans kveðju.
Sveinn Guðmundsson
verkefnisstjóri Hjartaheilla.
Gsm 863 8090