Ályktun samþykkt á Formannafundi Hjartaheilla 16. október 2010.

Formannafundur Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga, haldinn að Sólheimum í Grímsnesi 16. október 2010, varar sterklega við hugmyndum um að hætta hjartaaðgerðum á Íslandi og flytja þær til útlanda á ný.

 

Aðal baráttumál Hjartaheilla, þegar samtökin voru stofnuð fyrir nær 30 árum, var að berjast fyrir því að hjartaaðgerðir færu fram á Íslandi.  Það meginmarkmið samtakanna náði fram að ganga og í nær aldarfjórðung hafa hjartaaðgerðir farið fram á hér á Landspítalanum (LSH) með góðum árangri, þökk sé frábæru starfsfólki íslenskarar heilbrigðisþjónustu.

 

Það væri því gríðarlegt áfall og skref afturábak um þrjá áratugi að hætta hjartaaðgerðum á Íslandi.  Öllum má vera ljóst að slíku fyrirkomulagi fylgir ekki aðeins stóraukinn kostnaður fyrir þjóðfélagið í heild heldur einnig áhyggjur, fyrirhöfn og kostnaður hjartasjúklinga og aðstandenda þeirra.

 

Formannafundur Hjartaheilla skorar því á heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi að treysta fjárhagslega stöðu LSH þannig að tryggt verði að hjartaaðgerðir verði áfram framkvæmdar hér á landi.

 

 

F.h. Hjartaheilla,

 

Guðmundur Bjarnason, formaður

Sveinn Guðmundsson, varaformaður og fundarstjóri

Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri og fundarritari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *