Hjartabikarinn veittur

Íþróttafélagið Víkingur hlaut Hjartabikarinn í ár fyrir góða frammistöðu í merkjasölu Landssöfnunar Hjartaheillar, sem fram fór í september síðastliðnum.

Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga nutu aðstoðar nokkurra íþróttafélaga við merkjasöluna en ágóði söfnunarinnar rennur til eflingar styrktarsjóðs samtakanna, sem styðja meðal annars tækjakaup á spítalana.

„Hjartasjúkdómurinn er langstærsti sjúkdómurinn á Íslandi sem leggur fólk á velli á öllum aldri. Annar hver Íslendingur deyr úr hjarta-og æðasjúkdómum“.

 

Styrktarsjóðurinn styður einnig við fjölskyldur hjartasjúklinga sem þurfa að vera burt frá heimili sínu þegar hjartasjúkling ar eru í aðgerð heima eða erlendis.

 

Mynd: Ásgeir Þór Árnason, Soffía Hilmarsdóttir frá Víkingi, Sveinn Guðmundsson og Guðmundur Bjarnason. MYND/HJARTAHEILL

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *