
Óvenju mikið álag hefur verið á spítalanum síðustu vikuna, mest vegna magapestar og inflúensu. Þannig lágu 725 sjúklingar inni á spítalanum í gær en við höfum venjulega opin 657 rúm. Starfsfólk hefur staðið sig frábærlega vel og hugað vel að öryggi sjúklinganna á þessum erfiðu tímum.Vonandi minnkar álagið fljótlega.
Ég hefur áður kynnt fyrir ykkur helstu sparnaðaraðgerðir á þessu ári. Nú liggur þetta endanlega fyrir og er ljóst að við þurfum að skera niður sem svarar 730 milljónum. Er það 120 milljónum lægri upphæð en sú sem við höfðum kynnt áður, mest vegna þess að við náðum betri árangri í rekstri árið 2010.
Frétt af vef Landspítalans föstudaginn 14. janúar 2011