
Rauði kjóllin merki GoRed var afhentur forsætisráðherra og velferðarráðherra af dr. Vilborgu Sigurðardóttur í tilefni að í dag 17. febrúar er dagur GoRed fyrir konur á Íslandi. Rauði kjóllinn er tákn samtakanna og með því að bera merkið minna ráðherrarnir á daginn.
Tilgangur GoRed er að fræða konur um að þær geta greinst með hjarta- og æðasjúkdóma engu síður en karlar. Einkenni þeirra eru óljósari en hjá körlum og þar af leiðandi eru þær í meiri áhættu. GoRed fyrir konur er alþjóðlegt langtímaverkefni á vegum World Heart Federation og hófst í Bandaríkjunum 2004 og er nú haldið víða um heiminn í febrúar.
Mikið vantar á að efla rannsóknir er varðar greiningu og meðferð hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum. Að því tilefni er til sölu merki samtakanna, rauði kjóllinn, sem er fyrsta skrefið í stofnun rannsóknarsjóðs GoRed fyrir konur á Íslandi.
Verndari GoRed á Íslandi er Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra og Vilborg Sigurðardóttir, hjartalæknir formaður.
Að átakinu standa Hjartaheill, Heilaheill, Hjartavernd, Fagdeild hjartahjúkrunarfræðinga auk Lýðheilsustöð.
Í dag, fimmtudaginn 17. febrúar, verður konum boðið að mæta í Smáralindina þar sem hægt verður að fá blóðþrýstingsmælingar, tískusýningu þar sem fulltrúar úr heilbrigðisnefnd Alþingis sýna föt, ýmis tilboð fyrir konur, fræðsla og margt fleira.
Á Akureyri verður einnig vegleg dagskrá á konudaginn þann 20. febrúar.