Hvað skal gera í neyð?

Tryggja öryggi

Grundvallarreglur skyndihjálpar

Tryggja öryggi

TRYGGJA ÖRYGGI Á SLYSSTAÐ

Tryggðu öryggi á slysstað og að ekkert í umhverfinu geti valdið frekari skaða.

Neyðarhjálp

NEYÐARHJÁLP

Ef um ný einkenni er að ræða t.d.  mjög slæman verk í brjósti, meðvitundarleysi, krampa, andnauð þá ber að hringja í 112 í þeim tilgangi að komast sem fyrst á bráðamóttöku.  Í hjartastoppi: hringja í 112 og hnoða.

Kalla til hjálp

HRINGJA Á AÐSTOÐ

Alltaf að hringja í 112 ef talin er hætta á hjartastoppi.  Mikilvægt er að hringja sem fyrst og veita samhliða fyrstu hjálp:  hringja og hnoða.

Almenn skyndihjálp

ALMENN SKYNDIHJÁLP

Í hjartastoppi skal láta hinn slasaða liggja á bakinu og opna öndunarveginn með því að sveigja höfuðið aftur.  Hnoða skal á miðjan brjóstkassa með beinum handleggjum.  Hnoða skal 100 hnoð á mínútu, hnoða 30 sinnum og blása tvisvar.

Ef þú treystir þér ekki til að beita blástursaðferð skalt þú eingöngu beita hjartahnoði – það gerir líka gagn. 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *