Hægur hjartsláttur tengdur erfðum

Íslensk erfðagreining mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar, ásamt fleiri vísindamönnum frá Íslandi, Hollandi, Danmörku og Bandaríkjunum, greindu í dag frá uppgötvun varðandi fráviki í erfðaefni mannsins sem tengist heilkenni sem kennt er við sjúkan sínushnút (Sick Sinus Syndrome).


Íslensk erfðagreining mbl.is/Júlíus SigurjónssonNiðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature Genetics. Þar er sagt frá fráviki í erfðaefninu sem virðist tengjast aukinni hættu á að fá heilkennið sem kennt er við sjúkan sínus í Íslendingum.

Líkurnar á því að fólk sé greint með heilkennið eru um 6% fyrir þá sem ekki eru með umrætt erfðafrávik en líkurnar aukast tólf og hálffalt í um 50% hjá þeim sem eru með frávikið.

Sjúka sínus heilkennið veldur m.a. truflun á hjartslætti sem lýsir sér í óeðlilega hægum hjartslætti. Þess verður gjarnan vart í eldra fólki og margir sem líða af heilkenninu þurfa á gangráði að halda.

 

mbl.is sunnudaginn 6. mars 2011

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *