„Ágætu félagsmenn og aðrir velunnarar Hjartaheilla“
Í dag föstudaginn 11. mars 2011 kl. 16:00 fór í loftið nýr vefur Hjartaheilla.
Markmiðið með vefnum er að veita sem bestu upplýsingar um starf samtakanna, fræðslu svo og fréttir af starfi Hjartaheilla og landshlutadeildanna. Auk þess eru á vefnum tenglar inn á vefi annarra skyldra félaga og samtaka þar sem finna má margvíslegan fróðleik.
Vefurinn er í þróun og enn á eftir að setja þó nokkuð af upplýsingum inná vefinn. Þær munu koma smám saman á næstu vikum.
Í vetur hefur verið unnið að endurnýjun á vef SÍBS og Happdrættis SÍBS. Þeir vefir voru opnaðir í lok síðasta árs.
Einnig eru í smíðum nýir vefir fyrir Samtök lungnasjúklinga og Neistann styrktarfélag hjartaveikra barna og má vænta þess að þeir verði opnaðir á næstu vikum.
Allar ábendingar eru vel þegnar og má koma þeim til skila á netfangið asgeir@hjartaheill.is/old
Vefirnir er unnin af AP media sem hefur séð um vefmál Hjartaheilla í fjölmörg ár.