
Hjartaheill eru samtök hjartasjúklinga, aðstandendur þeirra og áhugafólk um heilbrigt hjarta sem vilja stuðla að betri heilsu og bættum lífsgæðum í íslensku samfélagi. Um leið er lögð áhersla á framfarir í forvörnum, fræðslu og meðferð hjartasjúkdóma.
Þá stendur Hjartaheill vörð um hagsmuni og réttindi hjartasjúklinga og starfar faglega og af heilum hug fyrir skjólstæðinga sína.
Það er staðreynd að á fjárlögum er yfirleitt of lítið fjármagni ætlað til tækjakaupa í íslenska heilbrigðiskerfinu.
Einstaklingar og samtök þeirra hafa oft brugðist við því með margvíslegum stuðningi ekki síst með fjárframlögum til tækjakaupa og eiga því ríkan þátt í því að íslenska heilbrigðiskerfið er jafn gott og árangursmælingar benda til.
Hjartaheill færði hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut að gjöf þann 12. apríl hjartasírita ásamt fylgihlutum, átta sjónvarpstæki og innanstokksmuni í aðstandendaherbergi Hjartadeildar 14 E og G.
Á sama tíma óskar Hjartaheill að gifta og hamingja með fylgja þessum tækjum ásamt hjartans óskum um að notkun búnaðarins skili farslum og blessunarríkum árangri.