
Kæru félagar
Félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn fimmtudaginn 19.maí kl 20:00í Síðumúla 6 (gengið inn á bakvið hús) á fundinum verður kynntur nýr vefur Samtaka lungnasjúklinga og leitað eftir samþykki félagsmanna um gerð fræðslumyndar um reykingatengda lungnasjúkdóma.
Markmiðið með vefnum er að veita sem bestu upplýsingar um starf samtakanna, fræðslu svo og fréttir af starfi samtaka lungnasjúklinga Vefurinn er í þróun og enn á eftir að setja þó nokkuð af upplýsingum inná vefinn.
Allar ábendingar um vefinn eru vel þegnar og má koma þeim til skila á netfangið lungu@sibs.is
Vefur Samtaka lungnasjúklinga er unnin af AP media sem hefur séð um vefmál Samtakana
Stjórnin