Pétur Bjarnason lætur af störfum

Pétur Bjarnason

Pétur BjarnasonÍ apríllok var komið að kveðjustund með Pétri Bjarnasyni framkvæmdastjóra Happdrættis SÍBS. Pétur hefur starfað hjá SÍBS frá árinu 2000 en lætur nú af starfi vegna aldurs.

 

Pétur hefur verið afar farsæll stjórnandi hjá SÍBS og happdrættinu. Hann hefur bryddað upp á mörgum nýjungum í vinningavali sem og öðrum störfum fyrir SÍBS. Hann hefur verið vel virkur félagi í Hjartaheill og leitt ýmis verkefni fyrir samtökin.

 

Kveðjuhóf var haldið fimmtudaginn 28. apríl 2011. Formaður stjórnar SÍBS Dagný Erna Lárusdóttir ávarpaði Pétur, þakkaði honum fyrir störf hjá SÍBS og Happdrætti SÍBS í 11 ár og færði honum gjöf frá stjórninni, en Pétur þakkaði fyrir sig með stuttri ræðu.

 

Stjórn Hjartaheilla þakkar Pétri samstarfið og óskar honum velfarnaðar á komandi árum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *