SÍBS boðar til opins fundar með fulltrúum þingflokka í Iðnó, þriðjudaginn 31. maí kl. 12-13:30.
Lagðar hafa verið sex spurningar um heilbrigðis- og lyfjamál fyrir fulltrúa allra þingflokka á yfirstandandi alþingi, sem svarað verður á fundinum.
Fulltrúar þingflokkanna eru:
– Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokki
– Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki
– Jónína Rós Guðmundsdóttir, Samfylkingunni
– Margrét Tryggvadóttir, Hreyfingunni
– Þuríður Backman, Vinstrihreyfingunni – grænu framboði
Hér má lesa spurningarnar sex (sjá hér), en skriflegum svörum fulltrúa þingflokkanna verður dreift á fundinum.
Fundargestum gefst kostur á bera fram spurningar í lok fundarins.
Léttar veitingar verða í boði.
Auk fulltrúa þingflokkanna eru m.a. boðaðir félagsmenn, formenn og framkvæmdastórar aðildarfélaga SÍBS og Öryrkjabandalags Ísland og fagfélaga í heilbrigðisstétt, fulltrúar ráðuneyta og stofnana, auk fjölmiðla.