Þyrlan send eftir hjartasjúklingi

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um fimmleytið í dag til að ná í farþega á hvalaskoðunarskipinu Hafsúlunni sem fengið hafði hjartatruflanir.

 

Þyrla Landhelgisgæslunnar. Mynd: Helgi Viðar Hilmarsson.

Skipið var þá um eina og hálfa sjómílu norður af Gróttu. Læknir og stýrimaður sigu úr þyrlunni og undirbjuggu sjúklinginn sem var síðan hífður um borð. Nutu þeir aðstoðar bráðatækna frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem komust á staðinn með Höllu Jóns, harðbotna björgunarbáti Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi og manninum var þá samstundis komið undir hendur lækna. Frétt af vef RUV.is föstudaginn 3. júní 2011

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *