
Til stendur að halda golfmót Hjartaheilla 08. ágúst 2011. Mótið verður haldið á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal (nærri Gljúfrasteini). Allir félagar í Hjartaheillum eiga rétt til þátttöku.
Spilað verður Texas Scramble (fjórir saman í liði) og raðast í lið eftir forgjöf. Forgjöf liðs er samanlögð forgjöf liðs deilt með 5. Þó fær lið aldrei meira en vallarforgjöf forgjafalægsta liðsmanns hvers liðs.
Þátttökugjaldi er stillt verulega í hóf – aðeins 500 kr. pr. þátttakanda. Athugið að aðeins komast 40 að og því gildir það að fyrstur kemur fyrstur fær.
Í lokin verður verlaunaafhending og verður boðið uppá súpu og brauð. Þátttaka tilkynnist á hjarta@hjartaheill.is/old ekki seinna en 02.08.2011. Tilkynningu þarf að fylgja nafn þátttakanda ásamt forgjöf.