Lífsskrá

Landlæknisembættið hefur aðsetur að Barónsstíg 47 þar sem Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var áður til húsa. Ljósmynd: Ríkisendurskoðun

Landlæknisembættið hefur aðsetur að Barónsstíg 47 þar sem Heilsuverndarstöð Reykjavíkur  var áður til húsa.  Ljósmynd: RíkisendurskoðunHvað er lífsskrá?
Lífsskrá er skjal sem greinir frá óskum fólks um meðferð við lífslok, geti það ekki sjálft tekið þátt í ákvörðunum um þá meðferð vegna andlegs eða líkamlegs ástands. Lífsskrá er gerð þegar fólk er til þess hæft og getur metið kosti sem til greina koma, verði viðkomandi svo andlega eða líkamlega skaðaður að litlar eða nær engar líkur eru taldar á bata eða á því að unnt sé að lifa innihaldsríku lífi á ný. Lífsskráin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en viðkomandi er ekki lengur hæfur til að kveða upp úr um vilja sinn. meira á vef Landlæknisembættið

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *