
Sunnudaginn 25. september n.k er hinn árlegi Alþjóðlegi hjartadagur haldinn hátíðlegur. Að því tilefni hvetjum við alla til að huga að hreyfingu og hollu mataræði.
Hjartaheill í samstarfi við Heilaheill og Hjartavernd standa fyrir hjartadagshlaupi 5 og 10 km sem hægt er að skrá sig í á www.hlaup.is Einnig verður u.þ.b. 3. km ganga sem allir eru velkomnir í. Engin skráning fer fram í hana fólk þarf aðeins að mæta.
Hlaupið hefst kl.10:00, en gangan fer af stað kl. 10:30. Hlaupið og gangan fara fram við Kópavogsvöll v/ Dalsmára.
Hvetjum við alla félagsmenn, fjölskyldur þeirra og vini að koma og ganga með okkur. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.