Hjartaganga

Hjartahlaup

HjartahlaupSunnudaginn 25. september n.k er hinn árlegi Alþjóðlegi hjartadagur haldinn hátíðlegur. Að því tilefni hvetjum við alla til að huga að hreyfingu og hollu mataræði.

 

Hjartaheill í samstarfi við Heilaheill og Hjartavernd standa fyrir hjartadagshlaupi 5 og 10 km sem hægt er að skrá sig í á www.hlaup.is Einnig verður u.þ.b. 3. km ganga sem allir eru velkomnir í. Engin skráning fer fram í hana fólk þarf aðeins að mæta.

 

Hlaupið hefst kl.10:00, en gangan fer af stað kl. 10:30. Hlaupið og gangan fara fram við Kópavogsvöll v/ Dalsmára.

 

Hvetjum við alla félagsmenn, fjölskyldur þeirra og vini að koma og ganga með okkur. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *