
Sunnudaginn 25. september s.l. var í fimmta skiptið ræst Hjartadagshlaupið við Kópavogsvöll. Alls luku 237 hlaupinu sem er metþátttaka og voru yngstu þátttakendurnir fæddir árið 2006 en sá elsti árið 1941. Eins og fyrr segir var þetta í fimmta skiptið sem Hjartadagshlaupið er haldið og í boði voru 2 hlaupaleiðir – 5 og 10 km.
Að venju var þátttaka í hlaupinu ókeypis. Sigurvegarar í 10 km hlaupinu voru Torben Gregersen sem hljóp á 38:14 mínútum og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sem var á tímanum 39:11 mínútur.
Í 5 km hlaupi voru sigurvegara þau Esthter Rós Arnardóttir á 21:46 mínútur og Guðmundur Guðnason á 17:44.
Á sama tíma var einnig hægt að taka þátt í Hjartagöngu um Kópavogsdal undir leiðsögn. Að Hjartadeginum standa Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill.
Hjartadagshlaupið er haldið á Alþjóðlega hjartadaginn sem haldinn er í yfir 100 löndum á hverju ári. Markmið Hjartadagsins, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf. Á hverju ári deyja yfir 17 milljónir úr hjarta- og æðasjúkdómum og eru þessir sjúkdómar lang algengasta dánarorsök alls mannkyns og er Ísland þar engin undantekning þar sem um 700 manns deyja árlega vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi.