Hreyfing lykilatriði heilsunnar

Alþjóðlegur hjartadagur var haldinn 29. september s.l. Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill og Neistinn standa að deginum á Íslandi og ákváðu samtökin að höfða til ungs fólks í ár með það í huga að hjarta- og æðasjúkdómar byrja oftar en ekki að grafa um sig á unga aldri en með heilbrigðum lífsháttum má verjast þeim. Samtökin fengu Menntaskólann í Kópavogi og Seljaskóla í samstarf með sér og var viðamikil dagskrá í skólunum í gær. Þórunn Clausen ræddi um reynslu sína, nemendum var boðið upp á blóðþrýstingsmælingu og farið var yfir helstu áhættuþætti æðakölkunar og kransæðasjúkdóma. »Hreyfing er lykilatriði góðrar heilsu,« sagði Bylgja Valtýsdóttir hjá Hjartavernd við ungmennin.

Morgunblaðið 30. september 2011

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *