Hjartaheill og SÍBS lestin um Suðurland

Hjartaheill og SÍBS lestin verður á ferðinni um Suðurlandið í október. Komið verður við á heilsugæslustöðvum, starfsemi Hjartaheilla, SÍBS og aðildarfélaga kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu.

Hjartaheill og SÍBS lestin verður á ferðinni um Suðurlandið í október. Komið verður við á  heilsugæslustöðvum, starfsemi Hjartaheilla, SÍBS og aðildarfélaga kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu. Hjartaheill og SÍBS lestin verður á ferðinni um Suðurlandið í október.

 

Komið verður við á  heilsugæslustöðvum, starfsemi Hjartaheilla, SÍBS og aðildarfélaga kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu. Þetta starf fer fram í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnanir á svæðunum. 

 

Dagskrá:
Laugardaginn 15. október 2011 fer fram mæling í Hveragerði frá kl. 10:00 til 13:00 í húsnæði Heilsustofnunar NLFÍ og á Selfossi frá kl. 14:00 til 17:00 í Grænumörk 5, og kl. 17:30 verður fræðslufundur á sama stað. Þar mun Þorkell Guðbrandsson hjarta og lyflæknir fjalla um hjarta- og æðasjúkdóma og Magna Fríður Birnir fjallar um streitu.

 

Miðvikudaginn 19. október 2011 verður mæling í Þorlákshöfn frá kl. 16:00 til 19:00 í húsnæði eldriborgara að Egilsbraut 9.

 

Laugardaginn 29. október 2011 verður mæling á Stokkseyri frá kl. 11:00 til 13:00 í húsnæði Menningarverstöðvarinnar og síðar um daginn á Eyrarbakka frá kl. 14:00 til 16:00 í Rauða húsinu.

 

Er það von okkar að sem flestir láti sjá sig.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *