Hjartaheill heiðrar Subway

Frá vinstri: Sveinn Guðmundsson og Guðrún Franzdóttir frá Hjartaheill og Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri SUBWAY

Frá vinstri: Sveinn Guðmundsson og Guðrún Franzdóttir frá Hjartaheill og Gunnar Skúli Guðjónsson, framkvæmdastjóri SUBWAYMikilvægur þáttur í starfsemi líknar- og mannúðarfélaga er stuðningur af fjárhagslegum toga frá fyrirtækjum og einstaklingum. Hjartaheill hefur verið lánsamt að hafa slíka bakhjarla í gegnum tíðina. Þessir sömu aðilar gera sér grein fyrir mikilvægi starfsins hjá Hjartaheill.

 

SUBWAY er einn af sterkustu bakhjörlum samtakanna. Í starfsemi sinni hafa þeir lagt áherslu á sölu á heilsubátum sem innihalda minna en 6 grömm af fitu. Þar sem lögð er áhersla á skert  fituinnihald, forðast er að nota feita osta og sósur og lögð áhersla á fjölbreytt mataræði.

 

Hjartaheill heiðraði SUBWAY fyrir þann stuðning sem fyrirtækið hefur sýnt starfseminni og mikilvægi þess að styðja forvarnar-, fræðslu- og líknarstarf samtakanna.
SVEINN GUÐMUNDSSON,
varaformaður Hjartaheilla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *