Samstarfshópur um líffæragjafir stofnaður

SÍBS hefur stofnað samstarfshópinn „Annað líf“ ásamt sjúklingasamtökunum Hjartaheillum, Félagi nýrnasjúkra og Samtökum lungnasjúklinga. Hópurinn hefur það að markmiði að efla umræðu um líffæragjafir og fá samþykkt á Alþingi lög um „ætlað samþykki“ fyrir líffæragjöfum, en ætlað samþykki felur í sér að einstaklingar eru sjálfkrafa líffæragjafar nema þeir óski annars.

 

Fjöldi Íslendinga hefur öðlast annað líf eftir að hafa þegið líffæri. Íslendingar hafa þó ekki enn fetað í fótspor þeirra Norðurlandaþjóða og Evrópuríkja, sem lögleitt hafa ætlað samþykki fyrir líffæragjöfum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *