SÍBS hefur stofnað samstarfshópinn „Annað líf“ ásamt sjúklingasamtökunum Hjartaheillum, Félagi nýrnasjúkra og Samtökum lungnasjúklinga. Hópurinn hefur það að markmiði að efla umræðu um líffæragjafir og fá samþykkt á Alþingi lög um „ætlað samþykki“ fyrir líffæragjöfum, en ætlað samþykki felur í sér að einstaklingar eru sjálfkrafa líffæragjafar nema þeir óski annars.
Fjöldi Íslendinga hefur öðlast annað líf eftir að hafa þegið líffæri. Íslendingar hafa þó ekki enn fetað í fótspor þeirra Norðurlandaþjóða og Evrópuríkja, sem lögleitt hafa ætlað samþykki fyrir líffæragjöfum.