Flúðir og Laugarvatn

new picture 14

new picture 14Hjartaheill og SÍBS lestin verður á ferðinni um Suðurlandið í október og nóvember. Komið verður við á heilsugæslustöðvum, starfsemi Hjartaheilla, SÍBS og aðildarfélaga kynnt í máli og myndum auk þess sem fólki gefst kostur á að fá mældan blóðþrýsting, blóðfitu og súrefnismettun, sér að kostnaðarlausu.

 

Þetta starf fer fram í góðu samstarfi við heilbrigðisstofnanir á svæðunum og nú er komið að Flúðum og Laugarvatni.

 

Dagskrá:
Föstudaginn 11. október 2011 verður mæling á Flúðum frá kl. 13:00 til 15:00 í húsnæði Flúðaskóla og síðar um daginn á Laugarvatni frá kl. 16:00 til 18:00 í Grunnskólanum að Laugarvatni.

 

Þekkir þú gildin þín!
Það er von okkar að sem allra flestir láti sjá sig.  Ef þú hefur ekki fengið slíka mælingu áður skaltu nýta þér þetta tækifæri.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *