Með hjartaloku á röngum stað

Hjartaheill Hafdís Erla, sem er 18 ára, á heiðurinn af jólakorti samtakanna Hjartaheilla í ár. Hún segir hjartasjúkdóminn lítið há sér í leik og starfi, en í frístundum sínum æfir hún og kennir karate.

Hjartaheill Hafdís Erla, sem er 18 ára, á heiðurinn af jólakorti samtakanna Hjartaheilla í ár. Hún segir hjartasjúkdóminn lítið há sér í leik og starfi, en í frístundum sínum æfir hún og kennir karate. Fæddist með hjartagalla, æfir og kennir karate. „Ég fæddist svona og þetta uppgötvaðist fljótlega“ segir Hafdís Erla Helgadóttir, 18 ára, en hún er með svokallaðan þríblöðkulokugalla í hjarta. Hafdís Erla á heiðurinn af jólakorti samtakanna Hjartaheilla í ár. Hún segir hjartasjúkdóminn lítið há sér í leik og starfi, en í frístundum sínum æfir hún og kennir karate.

 

„Ein hjartalokan er aflöguð og á röngum stað, hún er þremur sentímetrum ofar en hún á að vera,“ segir Hafdís Erla. Að sögn móður hennar, Helgu Arnardóttur, veldur þessi tegund hjartagalla einnig því að of mikið blóðflæði fer inn í hjartalokuna og það getur valdið miklu álagi á hjartað.

 

Hafdís Erla segir sjúkdóminn hafa haft lítil áhrif á líf sitt. Þegar hún var yngri fékk hún hjartsláttartruflanir, en eftir hjartaþræðingu í Boston fyrir fjórum árum finnur hún ekki fyrir þeim lengur.

 

Alltaf verið þátttakandi í lífinu

Helga, móðir Hafdísar Erlu, segir að þau foreldrarnir líti nokkuð öðrum augum á sjúkdóminn og heilsufar Hafdísar. „Við höfum aldrei hlíft henni og alltaf leyft henni að vera þátttakandi í lífinu. En hún var oft mjög veik þegar hún var yngri, en ég held að hún sé búin að gleyma því,“ segir Helga.

 

Hafdís Erla hefur æft karate frá tíu ára aldri og æfir nú þrisvar í viku. Að auki þjálfar hún hóp barna á aldrinum 6-10 ára. Hún stundar nám á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskóla Vesturlands og á að sögn tvær annir eftir til stúdentsprófs. „Vinir mínir eru ekkert sérstaklega að velta því fyrir sér að ég sé með hjartasjúkdóm. Sjálf tala ég lítið um það og það er fyrst og fremst vegna þess að ég er ekkert alltaf að hugsa um þetta. Þetta er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég fer að segja frá sjálfri mér.“

 

Jólasveinar á ferð og flugi

Myndlist hefur lengi verið áhugamál Hafdísar Erlu. Á jólakortinu getur að líta nokkra glaðværa lopapeysuklædda jólasveina bregða á leik, þar sem einn sveinninn sveiflar sér í ljósakrónu. „Mig langaði ekki til þess að teikna týpískt jólakort með jólasveini á sleða. Ég vildi hafa einhverja hreyfingu á myndinni,“ segir Hafdís Erla.

 

Morgunblaðið 16. nóvember 2011

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *