Kröftugt hjartahnoð í stað munn við munn

593163

593163Bresku hjartasamtökin hvetja landsmenn til að gleyma svokallaðri munn við munn aðferð og einbeita sér þess í stað að hjartahnoði til að bregðast við hjartastoppi. Samtökin hafa fengið leikarann, fyrrum knattspyrnumanninn og harðjaxlinn Vinnie Jones til að aðstoða sig í nýrri auglýsingaherferð.

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem almenningur er hvattur til að einbeita sér fremur að hjartahnoði í stað munn við munn aðferðarinnar. Endurlífgunarráðið í Bretlandi hefur einnig lagt áherslu á aðferðina, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

 

Morgunblaðið 4. janúar 2012

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *