Prjónafundur Hjartadrottninga

prjnar

prjnarMiðvikudaginn 18. janúar kl. 20:00 ætlum við að hittast í sal SÍBS Síðumúla 6. Meiningin er að halda áfram að prjóna  rauða kjólinn sem nokkrar konur úr hópnum byrjuðu að prjóna fyrir tveim árum.

 

Þið þurfið að mæta með rautt garn og prjóna og við bíðum spenntar að sjá hvað úr verður. Að sjálfsögðu eru allar velkomnar þó prjónar og garn fylgi ekki með til að eiga saman kvöldstund við spjall og prjónaskap.

 

Sömuleiðis er ykkur frjálst að koma með hvað sem þið eruð með á prjónunum eða aðra handavinnu. 

 

Þær sem eiga í fórum sínum búta í kjólinn frá fyrri tíma ættu að taka þá með svo við sjáum hvernig verkið gengur.

Gaman væri að heyra hver áhugi er að halda áfram starfi þessa óformlega hóps ,,Hjartadrottninga“ innan Hjartaheilla.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *