Prjónakaffi Hjartaheilla

Prjónakaffi Hjartaheilla

Prjónakaffi HjartaheillaVið ætlum að hittast aftur miðvikudaginn 1. febrúar kl. 20:00  í sal SÍBS Síðumúla 6. Meiningin er að halda áfram að prjóna rauða kjólinn sem nokkrar konur úr hópnum byrjuðu að prjóna fyrir tveim árum síðan.

 

Þið þurfið að mæta með rautt garn og prjóna.

 

Að sjálfsögðu eru allir velkomnir þó prjónar og garn fylgi ekki með til að eiga saman góða kvöldstund við spjall og prjónaskap.

 

 

Sömuleiðis er frjálst að koma með það sem þið eruð með á prjónunum eða aðra handavinnu.

 

Þau ykkar sem eiga í fórum sínum búta í kjólinn frá fyrri tíma ættu að taka þá með svo við sjáum hvernig verkið gengur.

 

Planið er að reyna gera rauðann stórann flottan kjól fyrir GoRed daginn sem verður haldinn hátíðlegur 19. febrúar n.k. á konudaginn.

 

Ef okkur tekst ekki að klára kjólinn fyrir þennan GoRed dag er planið að vera með hann tilbúinn fyrir næsta ár, en munum að margt smátt gerir eitt stórt svo við tökum fagnandi á móti öllum bútum 🙂

Gaman væri að heyra hver áhugi ykkar er á að halda áfram starfi þessa óformlega hóps ,,Hjartadrottninga“ innan Hjartaheilla.

Með hjartans kveðju,
Hjartadrottningarnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *