Miðað við heiladauða

Heil

HeilLíffæri til ígræðslu fást fyrst og fremst frá látnum en nýru einnig frá lifandi gjöfum. Ekki má fjarlægja líffæri úr látnu fólki nema einstaklingurinn sé úrskurðaður látinn. Skilgreiningin hér á landi er heiladauði, þá er hægt að fjarlægja líffærin áður en blóðrásin stöðvast.

 

Hér á landi voru sett lög um ákvörðun dauða og brottnám líffæra til ígræðslu árið 1991 þar sem skilgreint er að maður telst látinn þegar »óafturkræf stöðvun hefur orðið á allri heila-starfsemi hans«.

 

Morgunblaðið laugardaginn 4. febrúar 2012

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *