
GoRed – fyrir konur á konudaginn 19. febrúar í Perlunni í Reyjavík
Dagskrá:
11:00 Létt ganga um Öskjuhlíðina.
11:30 Húsið opnar – létt tónlist – Kristján Hrannar Pálsson.
12:00 – Fundarstjóri Edda Þórarinsdóttir býður gesti velkomna.
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir og formaður GoRed á Íslandi:
GoRed – af hverju – fyrir hverja.
Jón Steinar Jónsson, heimilislæknir Garðabæ:
Hreyfing sem meðferð – af hverju og þá hvernig?
Magnús R. Jónsson, endurhæfingarlæknir Reykjalundi:
Hjartaendurhæfing – hvers vegna, hvar og hvernig?
Ingibjörg Pálmadóttir verndari GoRed á Íslandi flytur lokaorð.
Orð og söngur verða flutt á milli atriða
Til mikils að vinna, því markmið átaksins er að fræða konur og karla um einkenni hjarta- og æðasjúkdóma en sú þekking getur bjargað mannslífi.
Eftir að skipulagðri dagskrá lýkur munu eftirtaldir kynna starfsemi sína til klukkan 15:00: Hjartavernd, Hjartaheill, Heilaheill, GoRed fyrir konur, Reykjalundur, HL-stöðin Reykjavík, Grensás, Landspítalinn – göngudeidl kransæða, heila og tauga endurhæfing, NLFÍ, Embætti landlæknis.