GoRed – Í hjarta mér.

Kauði kjólinn

Kauði kjólinnSú staðreynd að konur fá ekki síður hjartasjúkdóma en karlar er viðfangsefni GoRed samtakanna á konudaginn 19. febrúar. Samtökin eru alþjóðleg samtök kvenna til varnar hjartasjúkdómum.

 

Boðið er til fræðslufundar og skemmtunar í Perlunni kl. 12 í hádeginu n.k sunnudag og er öllum áhugasömum boðið. Ókeypis aðgangur.

 

Myndin sýnir kjól sem hópur innan Hjartaheilla, svokallaðar hjartadrottningar, hafa unnið saman fyrir GoRed daginn. 

 

Hjartadrottningarnar eiga það sameiginlegt að hafa greinst með hjarta- og æðasjúkdóma og þessi hópur hittist reglulega í húsi Hjartaheilla til að byggja sig upp.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *