Félagsfundur

Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu stendur fyrir opnum félagsfundi fimmtudaginn 8. mars 2012 kl. 17:00 í húsnæði SÍBS í Síðumúla 6, gengið inn um bakdyr.
Á fundinum mun Ásgeir Þór Ásgeirsson framkvæmdastjóri Hjartaheilla kynna félagið og stöðu þess í dag, hvað félagið hefur verið að gera, hvað verið er að gera og hvað er framundan.

Eftir erindi Ásgeirs Þórs verða almennar umræður.

Boðið verður uppá kaffi og meðlæti.
Stjórn Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *