Ganga Hjartaheilla í Elliðaárdal

sam 0246

sam 0246Miðvikudaginn 23. maí s.l. fór fram ganga Hjartaheilla á höfuðborgarsvæðinu í Elliðaárdalnum og mættu 17 manns. Gengnar voru tvær göngur stutt og löng. Flestir tóku á því í lengri göngunni sem var um 4 km en styttri gangan var um 2 km.

 

Í lok göngunnar var boðið uppá SUBWAY-samlokur og Floridana appelsínudjús. Gott veður var, smá vindur sem ekki gerði neinum mein og sá stundum til sólar.

 

Hjartans þakkir til SUBWAY og Ölgerðarinnar. Einnig þakkir til hjartadrottninganna fyrir aðstoðina á staðnum.

 

Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *